Stórfjölskyldan fyrirferðarmikil í stúkunni

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Söru …
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur væntanlega sinn 79. A-landsleik er Ísland mætir Írlandi í vináttuleik í fótbolta á Laugardalsvelli klukkan 17. Gunnhildur gekk í raðir Orlando Pride fyrir leiktíðina og það voru viðbrigði að mæta á æfingu í Laugardalnum eftir veru í hitanum á Flórída.

„Mér er svolítið kalt núna en það er gott að koma heim og spila á Laugardalsvelli,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í gær. Hún er spennt fyrir því að spila í landsliðstreyjunni í þriðja sinn á þessu ári, en einu tveir leikir Íslands til þessa á árinu 2021 komu á Ítalíu í apríl. „Ég held að hópurinn sé tilbúinn í þetta og það er alltaf gaman að spila með landsliðinu.“ Í

sland leikur tvo leiki við Írland á heimavelli, sá fyrri er í dag og sá seinni næstkomandi þriðjudag. Gunnhildur segir íslenska liðið hugsa fyrst og fremst um sjálft sig, frekar en írska liðið. „Við fáum ekkert voðalega mikinn tíma saman og svo erum við með nýtt þjálfarateymi og verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum og þróa okkar samband á vellinum. Við tökum það góða frá Ítalíuferðinni og líka það sem þarf að laga,“ sagði Gunnhildur.

Ungir leikmenn hafa komið sterkir inn í íslenska liðið að undanförnu og Gunnhildur segir það spennandi, sérstaklega þar sem margar af þeim spila erlendis. „Mér finnst ungu stelpurnar allar frábærar. Þær eru tilbúnar í að taka því hlutverki sem þær fá. Ég er mjög ánægð með hópinn og það er alltaf gaman að koma saman.“

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert