KR-ingar á toppinn

KR-ingarnir Kristín Erla Johnson og Ingunn Haraldsdóttir í leiknum gegn …
KR-ingarnir Kristín Erla Johnson og Ingunn Haraldsdóttir í leiknum gegn Víkingi í dag. Víkingurinn Nadía Atladóttir og KR-ingurinn Laufey Björnsdóttir eru fyrir aftan þær. Ljósmynd/Óðinn Þórarinsson

KR vann fimmta leik sinn í röð í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, þegar liðið lagði Víking úr Reykjavík 2:1 á útivelli í dag. Með sigrinum fer KR upp í efsta sæti deildarinnar.

Guðmunda Brynja Óladóttir reyndist hetja gestanna. Hún kom KR yfir á 17. mínútu og var staðan 1:0 í hálfleik.

Eftir tæplega klukkutíma leik jafnaði Nadía Atladóttir fyrir Víkinga. Guðmunda Brynja skoraði svo sigurmark KR-inga á 73. mínútu.

Eftir að hafa tapað í fyrstu umferð deildarinnar hefur KR sem áður segir unnið fimm leiki í röð og er með 15 stig á toppnum.

Afturelding, sem er í öðru sæti með 13 stig eftir fimm leiki, getur þó endurheimt efsta sætið vinni liðið leikinn sem það á inni gegn Augnabliki á þriðjudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert