Garðbæingar að styrkja sig

Jóhann Árni Gunnarsson er á leið í Garðabæinn.
Jóhann Árni Gunnarsson er á leið í Garðabæinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Jóhann Árni Gunnarsson er að ganga til liðs við Stjörnuna. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.

Jóhann Árni, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi og hefur leikið með félaginu allan sinn feril.

Hann skoraði níu mörk í 20 leikjum með Fjölnismönnum í 1. deildinni síðasta sumar en alls á hann að baki 20 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað fjögur mörk. Þá á hann að baki 19 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Jóhann Árni hefur meðal annars verið orðaður við KR að undanförnu en nú bendir allt til þess að hann sé á leið í Grafarvoginn.

mbl.is