Jafnt í fyrsta leik Eiðs Smára

Matthías Vilhjálmsson jafnaði fyrir FH.
Matthías Vilhjálmsson jafnaði fyrir FH. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

ÍA fékk FH í heimsókn í 10. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld og skildu liðin jöfn, 1:1.

Fyrir leikinn var ÍA í 10. sæti með 9 stig en FH sat í því níunda með 8 stig.

Fyrri hálfleikurinn var afar bragðdaufur og var lítið um færi. Hættulegasta færi ÍA kom frá Kaj Leo i Bartalsstovu þegar hann átti skot fyrir utan teig sem endaði rétt framhjá markinu. Hættulegasta færi FH kom eftir hornspyrnu en skot frá Steven Lennon endaði langt framhjá.

Seinni hálfleikur var töluvert líflegri. ÍA komst yfir strax á 48. mínútu þegar að Kaj Leo i Bartalsstovu nýtti sér mistök Atla Gunnars Guðmundssonar sem missti boltann. Á 78. mínútu jafnaði FH þegar að Björn Daníel Sverrisson átti hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Matthíasi Vilhjálmssyni sem jafnaði í 1:1.

Davíð Snær Jóhannsson miðjumaður FH fékk beint rautt spjald á 78. mínútu og FH-ngar voru því manni færri á lokakafla leiksins.

Lengra komust bæði lið ekki og niðurstaðan 1:1 jafntefli. Liðin sitja því áfram í 9. og 10. sæti.

ÍA 1:1 FH opna loka
93. mín. ÍA fær hornspyrnu ÍA fær hornspyrnu sem fer yfir allan pakkann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert