Þriggja marka sigur á Indverjum

Emelía Óskarsdóttir skoraði tvö mörk í dag.
Emelía Óskarsdóttir skoraði tvö mörk í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stúlknalandslið Íslands í fótbolta, U16 ára, sigraði Indland 3:0 í öðrum leik sínum á Opna Norðurlandamótinu í Noregi í dag.

Emelía Óskarsdóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, skoraði tvö markanna og Lilja Björk Unnarsdóttir, leikmaður Álftaness, skoraði eitt.

Íslenska liðið, sem tapaði 2:5 fyrir Noregi í fyrsta leik sínum, spilar um fimmta sætið á mótinu á fimmtudaginn.

mbl.is