Þurftum bara að stíga á bensíngjöfina

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks. mbl.is/Guðmundur Bjarki

„Við vissum að Eyjamenn myndu mæta grjótharðir og grimmir, vissum líka að  þeir myndu pressa okkur svo það kom okkur ekkert á óvart,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 3:0 sigur á ÍBV í Kópavoginum í dag þegar fram fór 22. umferð bestu deildar karla í fótbolta, Bestu deildinni, en Bikar tróna á toppnum að loknum þessum áfanga.

„Mér fannst við vera með ágæta stjórn á leiknum í fyrri hálfleik, til dæmis eru þeir ekki að skapa sér eiginlega engin færi þó þeir komist of oft á síðasta þriðjung vallarins þar sem þeir aukaspyrnur, horn og innköst sem þeir eru mjög sterkir í,“ hélt Óskar áfram og lét sína menn taka við sér eftir hlé.  „Við töluðu um í hálfleik að við þyrftum í raun bara að stíga aðeins á bensíngjöfina, gera hlutina hraðar, sækja inn í svæðin sem við vissum að yrðu opin þegar Eyjamenn færu að taka áhættur í sínum leik enda er Eyjaliðið áhættusækið og skemmtilegt lið.    Við vissum að við þyrftum að flytja boltann hratt og gera það vel, bæta okkur á síðasta þriðjungi og mér fannst það ganga eftir svo mér fannst síðari hálfleikurinn bara virkilega vel spilaður.“

Nú er það líkamlega og ekki síður andlega hliðin

Nú að loknum þessu hefðbundnu 22 umferðum kemur tveggja vikna hlé vegna landsleikja og þá þýðir ekki að sitja með tærnar uppí loft en þjálfarinn sagðist ekki öruggt á síðasta spretti mótsins þegar spurður um við hverju mætti búast.  „Þú verður að fá svar við þessari spurningu eftir mótið, hversu vel hléið núna fer með okkur.   Við þurfum núna að finna blöndu og jafnvægi á hvernig við hvílum, andlega ekki síður en líkamlega.  Jafnframt þurfum við að halda mönnum í góðu formi.  Þetta hefur verið langt tímabil, byrjuðu að æfa tuttugasta og fyrsta október á síðasta ári svo þegar næsta hluta mótsins lýkur erum við að loka einu ári.  Við þurfum því að huga að til dæmis andlegu þreytunni og reyna finna jafnvægi, halda leikmönnum á tánum en líka bara glöðum og kröftugum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert