Lokaniðurstöðurnar eru vonbrigði

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Kristinn Magnússon

„Ég ætla ekki að fara yfir það. Það var ýmislegt sagt“, sagði Ásmundur Arnarson þegar hann var spurður út í hálfleiksræðu sína en þá var lið hans 3:0 undir gegn Þrótti. Loka niðurstaðan var 3:2 sigur hjá Þrótt.

Blikastelpur hefðu fengið sæti í Meistaradeildinni með sigri og ef Stjarnan hefði tapað sínum leik gegn Keflavík í dag. Í hálfleik var það fjarstæðukennt þar sem Blikar voru 3:0 undir og Stjörnu stelpur 2:0 yfir. Blika stelpur komu þó mun sterkari til baka í seinni hálfleik og skoruðu tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum en það var ekki nóg og Þróttur fagnaði sigrinum.

Breiðablik hafnaði í 3. sæti í deildinni í ár en liðið hefur ekki lent neðar en 2. sæti síðan 2013.

„Lokaniðurstaðan á mótinu eru vonbrigði, hægt að tala um fullt af jákvæðum hlutum á tímabilinu. Við vorum inni í öllum keppnum og allt það en annað sæti í bikar og þriðja sæti í deildinni eru lokaniðurstöður sem eru vonbrigði,“ sagði Ásmundur.

Breiðablik tapaði þremur af fyrstu sex leikjum sínum í sumar og svo síðustu tveim gegn Selfoss og Þrótt.

Hvenær fannst þér þið missa þetta frá ykkur í deildinni.

„Ég held að það séu margir þættir sem koma þar til. Við sáum það fyrir að það myndi vera mikið af breytingum í gegnum árið en það varð kannski of mikið, of mikið af breytingum og hræringum sem gerðu þetta að verki. Það var kannski ekki einn tímapunktur þar sem við misstum þetta heldur kannski óstöðuleikinn sem gerði þetta að verkum

Ef þú tekur spilamennskuna í gegnum allt tímabilið þá erum við alveg á pari og fyrir lokaumferðina hefðum við átt að vera á toppnum miðað við spilamennskuna en við vorum ekki að skora og ekki að klára leikina,“ sagði Ásmundur í viðtali við mbl.is eftir leikinn.

Landsliðskonurnar Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Telma Ívarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Anna Petryk (í úkraínska landsliðinu) eru meðal leikmanna Breiðablik í sumar sem misstu af síðustu umferðum deildarinnar vegna mismunandi ástæðna.

„Það er kannski hægt að segja að þegar þú ert ekki með stöðuleika í liðinu þá er erfiðast að taka loka þriðjunginn og hafa góða tilfinningu fyrir honum og klára möguleikana. Það er það sem vantaði upp á hjá okkur.“

Við þurftum að drilla saman fjórum liðum á tímabilinu. Við töpuðum síðustu tveimur leikjunum en við töpuðum líka fyrir Keflavík og ÍBV, snemma í sumar, þegar við vorum að byrja að drilla saman liði númer tvö. Við vorum að tapa leikjum þegar við vorum að missa menn og að reyna að koma liði saman og í takt. Það er bara of dýrt,“ Sagði Ásmundur Arnarsson.mbl.is