Framlengir til tveggja ára

Aníta Lind Daníelsdóttir.
Aníta Lind Daníelsdóttir. Ljósmynd/Keflavík

Aníta Lind Daníelsdóttir hefur framlengt samning sinn við Keflavík til næstu tveggja ára. Í tilkynningu frá Keflavík segir að Aníta sé gríðarlega mikilvæg Keflavíkurliðinu sem leikur í Bestu deildinni.

Aníta er uppalin í Keflavík en hún á að baki 123 leiki í deild og bikar og hefur skorað í þeim 27 mörk. Keflavík hafnaði í 8. sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.

mbl.is