Fjárhagslegt tjón Gylfa nemur um milljarði

Gylfi í leik með Everton gegn Aston Villa.
Gylfi í leik með Everton gegn Aston Villa. AFP

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er laus allra mála eftir að Lögreglan í Manchester tilkynnti í dag að hann yrði ekki ákærður, eftir handtöku í júlí árið 2021.

Gylfi var samningsbundinn enska úrvalsdeildarfélaginu Everton þegar málið kom upp, en þar var hann með um 850 milljónir í árslaun.

Viðskiptablaðið bendir á að fjárhagslegt tjón Gylfa vegna málsins hlaupi á milljarði. Mun málið væntanlega hafa mikil áhrif á næstu samninga leikmannsins, snúi hann aftur í atvinnumennsku.

Gylfi lék ekkert á síðustu leiktíð og hefur verið samningslaus alla þessa leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert