Kom inn á og dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla

Twana Khalid Ahmed við störf sem dómari í leik ÍBV …
Twana Khalid Ahmed við störf sem dómari í leik ÍBV og KR í Bestu deild kvenna á síðasta tímabili. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Í leik Fylkis og KR í Bestu deild karla í knattspyrnu, sem nú stendur yfir, þurfti dómari leiksins, Einar Ingi Jóhannsson, frá að hverfa vegna meiðsla þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.

Í hans stað kom varadómarinn Twana Khalid Ahmed, hálfur Íraki og hálfur Kúrdi, sem kom upphaflega hingað til lands sem hælisleitandi og hefur dæmt hér á landi undanfarin ár, þar á meðal í Bestu deild kvenna.

Um er að ræða fyrsta leikinn sem hann dæmir í efstu deild karla í knattspyrnu.

Á síðasta tímabili var hann besti dómari Bestu deildar kvenna samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert