Þú breytir ekki því liðna

Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Morgunblaðið fyrir landsliðsæfingu í …
Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Morgunblaðið fyrir landsliðsæfingu í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Leikirnir leggjast mjög vel í mig og ég er fyrst og fremst spenntur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið, á æfingu íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær.

Íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í J-riðli undankeppni EM 2024 en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.

Ísland mætir Slóvakíu hinn 17. júní og Portúgal 20. júní en íslenska liðið er með 3 stig í 4. sæti riðilsins eftir tvær umferðir, Portúgal er á toppnum með 6 stig og Slóvakía er í öðru sætinu með 4 stig.

„Það er orðið langt síðan maður spilaði síðast á Laugardalsvelli og ég hlakka mikið til. Við erum komnir með nýjan þjálfara og það er allt undir núna. Þannig viljum við hafa það og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að búa til alvöru heimavallarvígi hérna á nýjan leik. Leikurinn gegn Slóvakíu er kjörið tækifæri fyrir okkur til þess að hefja þá vegferð.

Með árangri koma áhorfendur og við gerum okkur allir fulla grein fyrir því að við þurfum að standa okkur inni á vellinum til þess að fá þann stuðning sem við viljum. Þannig er það og hefur alltaf verið í öllum íþróttum. Þegar vel gengur þá er fólk tilbúið að mæta á völlinn og taka þátt í baráttunni og þetta er undir okkur komið,“ sagði Aron Einar.

Með skýra framtíðarsýn

Åge Hareide var ráðinn þjálfari íslenska liðsins um miðjan apríl eftir að Arnari Þór Viðarssyni óvænt sagt upp störfum í lok mars.

„Mér líst mjög vel á Åge. Hann er gríðarlega reynslumikill þjálfari en á sama tíma er þetta ekki mikill tími sem hann fær fyrir fyrsta leikinn. Það er því gott að við séum flestir mættir aðeins fyrr til æfinga en gengur og gerist, bæði til þess að funda og fara yfir þær áherslur sem hann kemur með inn í leikmannahópinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: