Sigurmarkið kom eldsnemma

Blikinn Anton Logi Lúðvíksson rennir sér í boltann á Framvellinum …
Blikinn Anton Logi Lúðvíksson rennir sér í boltann á Framvellinum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu í kvöld 1:0-útisigur á Fram í Bestu deild karla í fótbolta í Úlfarsárdal. Með sigrinum fór Breiðablik upp í 30 stig. Er liðið enn í þriðja sæti, nú átta stigum á eftir toppliði Víkings úr Reykjavík.

Fram er sem fyrr í tíunda sæti með 14 stig, tveimur stigum fyrir ofan Fylki og öruggt sæti.

Leikurinn byrjaði með látum, því Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu er hann slapp í gegn eftir sendingu frá Alexander Helga Sigurðarsyni og skoraði af öryggi, einn gegn Ólafi Íshólm Ólafssyni í marki Fram.

Ágúst var í tvígang nálægt því að skora sitt annað mark og annað mark gestanna á næstu mínútum en Ólafur varði tvisvar frá honum úr teignum. Hinum megin gekk Fram illa að skapa sér færi og færunum fækkaði hjá Breiðabliki eftir því sem leið á hálfleikinn. Var staðan í leikhléi því markalaus.

Erfitt varð mun erfiðara hjá Fram á 48. mínútu þegar Delphin Tshiembe missti boltann klaufalega á miðsvæðinu og togaði svo Gísla Eyjólfsson niður, sem aftasti varnarmaður. Fékk Tshiembe beint rautt spjald að launum.

Þrátt fyrir að vera manni fleiri, tókst Blikum illa að skapa sér gott færi eftir rauða spjaldið. Þéttir Framarar lokuðu á flest sem meistararnir reyndu og var staðan enn 1:0 á 70. mínútu, þegar Framarar gerðu tvöfalda skiptingu og Blikarnir þrefalda.

Gangur leiksins breyttist lítið við það og Breiðablik fagnaði að lokum naumum eins marks sigri, þrátt fyrir nokkra pressu Framara í blálokin. 

Fram 0:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma. Nægur tími fyrir Fram til að jafna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert