26. umferð: Sigurður með 300. leikinn

Sigurður Egill Lárusson hefur leikið 300 deildaleiki á ferlinum, alla …
Sigurður Egill Lárusson hefur leikið 300 deildaleiki á ferlinum, alla hér á landi. mbl.is/Óttar Geirsson

Sigurður Egill Lárusson hefur spilað alla 26 leiki Valsmanna í Bestu deild karla í fótbolta í ár og hann lék sinn 300. deildaleik á ferlinum þegar Valur vann FH, 4:1, í fyrrakvöld.

Af þessum 300 leikjum eru 234 í efstu deild og 66 í 1. deild. Hann hefur leikið 216 leiki með Val í efstu deild og er þar orðinn fjórði leikjahæstur frá upphafi á eftir Hauki Páli Sigurðssyni, Bjarna Ólafi Eiríkssyni og Sigurbirni Hreiðarssyni. Hina 84 leikina hefur Sigurður leikið fyrir Víking í Reykjavík, 18 þeirra í efstu deild. 

Keflvíkingarnir Ásgeir Orri Magnússon og Aron Örn Hákonarson léku báðir sinn fyrsta leik í efstu deild þegar  Keflavík beið lægri hlut fyrir Fylki, 1:3, í síðasta heimaleik sínum að sinni.

Víkingar bættu markamet sitt í deildinni með því að skora 71. markið í tapleiknum gegn Stjörnunni, 3:1, í gærkvöld. Þeim tókst hinsvegar ekki að slá stigametið sem Blikar settu í fyrra, 63 stig, en Víkingar jöfnuðu það í síðustu umferð og þurfa stig gegn Val í lokaumferðinni til að slá það.

Eggert Aron Guðmundsson skoraði tvö marka Stjörnunnar í sigrinum á Víkingi og er þar með áttundi leikmaðurinn til að skora 10 mörk eða fleiri í deildinni á þessu tímabili.

Emil Atlason framherji Stjörnunnar nýtti ekki góð færi til að gera harðari atlögu að markameti deildarinnar, sem er 19 mörk og í eigu fimm leikmanna. Emil er kominn með 17 mörk og þarf tvö mörk gegn Breiðabliki í lokaumferðinni til að jafna metið, þrennu til að verða fyrstur í sögu deildarinnar til að skora 20 mörk.

Úrslit­in í 26. um­ferð:
KR - Breiðablik 4:3
Val­ur - FH 4:1
Kefla­vík - Fylk­ir 1:3
Fram - KA 1:0
HK - ÍBV 0:1
Stjarn­an - Vík­ing­ur R. 3:1

Marka­hæst­ir í deild­inni:

17 Emil Atla­son, Stjörn­unni
12 Pat­rick Peder­sen, Val
12 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi
12 Birn­ir Snær Inga­son, Vík­ingi
11 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
10 Stefán Ingi Sig­urðar­son, Breiðabliki

10 Eggert Aron Guðmunds­son, Stjörn­unni
10 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi
9 Adam Ægir Páls­son, Val
9 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
9 Kjart­an Henry Finn­boga­son, FH
8 Aron Jó­hanns­son, Val
8 Bene­dikt Daríus Garðars­son, Fylki
8 Fred Sarai­va, Fram
7 Davíð Snær Jó­hanns­son, FH
7 Gísli Eyj­ólfs­son, Breiðabliki
7 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
7 Gyrðir Hrafn Guðbrands­son, FH
7 Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son, KA
7 Örvar Eggerts­son, HK
6 Arnþór Ari Atla­son, HK
6 Aron Jó­hanns­son, Fram
6 Atli Arn­ar­son, HK
6 Ásgeir Sig­ur­geirs­son, KA
6 Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Stjörn­unni
6 Klæmint Olsen, Breiðabliki
6 Sami Kam­el, Kefla­vík
6 Úlfur Ágúst Björns­son, FH

Lokaumferð deildarinnar:
7.10. Víkingur R. - Valur
7.10. FH - KR
7.10. KA - HK
7.10. Fylkir - Fram
7.10. ÍBV - Keflavík
8.10. Breiðablik - Stjarnan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert