23. umferð: Spilaði 300. leikinn á 24. tímabilinu

Málfríður Erna Sigurðardóttir í 300. leiknum í kvöld.
Málfríður Erna Sigurðardóttir í 300. leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Málfríður Erna Sigurðardóttir varð í kvöld önnur konan í sögu efstu deildar kvenna í knattspyrnu til að spila 300 leiki í deildinni.

Hún náði þessum áfanga þegar hún spilaði með Stjörnunni gegn Þrótti í lokaumferð deildarinnar. Málfríður, sem er 39 ára gömul, þurfti að spila alla 23 leiki Stjörnunnar á tímabilinu til að ná þessum áfanga í ár og hún var í byrjunarliðinu í hverjum einasta leik.

Málfríður lauk þar með sínu 24. tímabili í deildinni en hún hefur leikið í henni allan sinn feril, frá því hún spilaði þar fyrst með Val 16 ára gömul árið 2000.

Hún lék með Val samfleytt til ársins 2014, síðan með Breiðabliki í tvö ár, aftur með Val í fjögur ár, og var nú að ljúka sínu fjórða  tímabili með Stjörnunni. Leikirnir eru 207 fyrir Val, 57 fyrir Stjörnuna og 36 fyrir Breiðablik en þetta er tólfta tímabilið af 24 þar sem Málfríður spilar alla leiki síns liðs. Á þremur af hinum tímabilunum spilaði hún lítið sem ekkert vegna barneigna.

Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er sú eina sem á fleiri leiki að baki í deildinni en hún hefur spilað 333 leiki, tvo þeirra með Hlíðarendaliðinu á þessu tímabili.

Katrín Ásbjörnsdóttir skorar sigurmarkið gegn Val.
Katrín Ásbjörnsdóttir skorar sigurmarkið gegn Val. mbl.is/Árni Sæberg

Margrét Árnadóttir, miðjumaður Þórs/KA, lék sinn 100. leik í efstu deild þegar Akureyrarliðið gerði markalaust jafntefli við FH í gær. Allir 100 leikirnir eru fyrir Þór/KA.

Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði sitt 85. mark í efstu deild þegar hún tryggði Breiðabliki sigur á Val, 1:0. Hún er þar með komin í 24. sætið yfir þær markahæstu í deildinni frá upphafi og deilir því sæti með öðrum KR-ingi, Guðlaugu Jónsdóttur.

Mikenna McManus skoraði sitt fyrsta mark í deildinni þegar hún skoraði sigurmark Þróttar gegn Stjörnunni, 1:0. Þetta var hennar 23. leikur en hún lék alla leiki Þróttar á tímabilinu og náði markinu í uppbótartíma í þeim síðasta.

Margrét Árnadóttir lék sinn 100. leik í dag og Agla …
Margrét Árnadóttir lék sinn 100. leik í dag og Agla María Albertsdóttir varð næstmarkahæst í deildinni með 10 mörk. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Úrslit­in í 23. um­ferð:
FH - Þór/KA 0:0
Valur - Breiðablik 0:1
Stjarnan - Þróttur R. 0:1

Bryndís Arna Níelsdóttir stóð uppi sem markadrottning deildarinnar með 15 mörk og Agla María Albertsdóttir kom næst með 10 mörk.

Marka­hæst­ar:
15 Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir, Val
10 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
8 Andrea Mist Páls­dótt­ir, Stjörn­unni
8 Katla Tryggva­dótt­ir, Þrótti
8 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
8 Murielle Tiern­an, Tinda­stóli 
8 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​KA
7 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
7 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
7 Linli Tu, Kefla­vík/​​​​​​​​​Breiðabliki
7 Shaina Ashouri, FH
6 Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir, Val
6 Freyja Karín Þor­varðardótt­ir, Þrótti
6 Mel­issa Garcia, Tinda­stóli
6 Olga Sevcova, ÍBV
6 Tanya Boychuk, Þrótti
6 Þór­dís Elva Ágústs­dótt­ir, Val
5 Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir, Stjörn­unni
5 Kar­en María Sig­ur­geirs­dótt­ir, Þór/​​​KA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert