Hallgrímur ráðinn aðstoðarþjálfari Vals

Hallgrímur Heimisson er nýr aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals.
Hallgrímur Heimisson er nýr aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals. Ljósmynd/Valur

Hallgrímur Heimisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu. Skrifaði hann undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild félagsins.

Hallgrímur, sem er 27 ára gamall, hefur undanfarin ár starfað við þjálfun yngri flokka hjá Val við góðan orðstír.

Hann er frá Vestmannaeyjum og er sonur Heimis Hallgrímssonar, þjálfara karlalandsliðs Jamaíku og fyrrverandi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins.

Hallgrímur tekur við starfinu af Matthíasi Guðmundssyni, sem tók við kvennaliði Gróttu í síðustu viku.

„Við bjóðum Hallgrím velkominn í teymið og hlökkum til samstarfsins!“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudeild Vals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert