Jason tilnefndur sem leikmaður umferðarinnar

Jason Daði Svanþórsson sækir að marki Gent í leiknum á …
Jason Daði Svanþórsson sækir að marki Gent í leiknum á Laugardalsvellinum í gærkvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jason Daði Svanþórsson kantmaður Breiðabliks er einn fjögurra leikmanna sem eru tilnefndir í kosningu UEFA á besta leikmanninum í fjórðu umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta.

Jason skoraði bæði mörk Blika í ósigrinum nauma gegn Gent á Laugardalsvellinum í gærkvöld, 2:3.

Gift Orban, framherji Gent, sem skoraði þrennu í leiknum er líka tilnefndur í kosningunni.

Einn leikmaður í viðbót úr B-riðlinum er tilnefndur en það er Dor Peretz, miðjumaður Maccabi Tel Aviv, sem skoraði tvívegis í sigri liðsins á Zorya Luhansk á útivelli í gærkvöld, 3:1.

Sá fjórði er síðan Faris Moumbagna, leikmaður Bodö/Glimt frá Noregi, sem skoraði bæði mörk norska liðsins í óvæntum útisigri gegn Besiktas í Tyrklandi, 2:1.

Hægt er að kjósa leikmann umferðarinnar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert