Ljúka einstöku tímabili í kvöld

Viktor Örn Margeirsson var hársbreidd frá því að jafna metin …
Viktor Örn Margeirsson var hársbreidd frá því að jafna metin fyrir Breiðablik í uppbótartímanum í fyrri leiknum gegn Zorya. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í kvöld leikur karlalið Breiðabliks í fótbolta sinn sextánda og síðasta Evrópuleik á þessu ári en Blikar mæta þá Zorya frá Úkraínu í pólsku borginni Lublin, nálægt úkraínsku landamærunum.

Kópavogsliðið hefur nú sett nýtt Íslandsmet í leikjafjölda á einu tímabili. Þetta er 48. mótsleikur Blikanna frá 4. apríl, á átta og hálfum mánuði, og sá 51. ef vetrarmót sem þeir hafa spilað í síðustu vikur er talið með.

Til að setja þetta í samhengi þá spila ensk úrvalsdeildarlið að jafnaði í kringum 45 mótsleiki, með bikarleikjum, á níu mánaða tímabili.

Vonandi tekst Blikum að ljúka keppni og einstöku tímabili með því að sækja eitt eða þrjú stig til Póllands í kvöld. Miðað við fyrri leik liðanna á Laugardalsvellinum þar sem þeir voru betri aðilinn en töpuðu 1:0 er möguleikinn alveg fyrir hendi.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert