Fyrstu fundir strax í gær

Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður KSÍ á ársþinginu á laugardaginn.
Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður KSÍ á ársþinginu á laugardaginn. Morgunblaðið/Óttar Geirsson

„Mitt fyrsta verk var í raun að slíta 78. ársþingi KSÍ á laugardaginn og síðan hef ég verið á mínum fyrstu fundum í dag,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, nýkjörinn formaður KSÍ, við Morgunblaðið síðdegis í gær.

Hann er ellefti formaðurinn í sögu KSÍ, frá árinu 1947, og tók á laugardag við af fyrstu konunni sem gegndi embættinu, Vöndu Sigurgeirsdóttur, sem lét af störfum eftir rúmlega tvö ár í formennskunni.

Þorvaldur hafði betur gegn Vigni Þormóðssyni þegar kosið var á milli þeirra tveggja í annarri umferð, 75:70. Í fyrstu umferð fékk Vignir 59 atkvæði, Þorvaldur 55 og Guðni Bergsson 30 atkvæði.

„Ég byrjaði á því að funda með Jörundi Áka Sveinssyni yfirmanni knattspyrnumála og mun hitta Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra í fyrramálið. Annars er landsleikur gegn Serbum strax á þriðjudag, starfsfólk KSÍ fór nánast beint af þinginu á Kópavogsvöll til að undirbúa hann. Þegar sá leikur er búinn vil ég reyna að fá nýja stjórn saman sem fyrst, fara yfir öll mál og setja fólk í hlutverk.“

Vallarmálin á hreint

„Eins þarf að koma vallarmálunum í Laugardal á hreint. Ef við fáum ekki góð svör frá ríki og borg með nýjan leikvang á næstunni þarf að fá strax nýtt undirlag á Laugardalsvöllinn. Því miður hefur ekkert þokast í þessum málum og því þarf að breyta, og ég óska eftir stuðningi frá allri hreyfingunni. Við viljum öll fá vallarmálin í betra horf og til þess þarf öll hreyfingin að pressa á þau,“ sagði Þorvaldur enn fremur.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert