Spá mbl.is: Tíunda sætið

Fylkismenn björguðu sér frá falli á lokasprettinum á síðasta tímabili …
Fylkismenn björguðu sér frá falli á lokasprettinum á síðasta tímabili og gera það aftur í ár ef spáin gengur eftir. mbl.is/Óttar Geirsson

Fylkir hafnar í tíunda sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu á komandi keppnistímabili samkvæmt spá Morgunblaðsins og mbl.is.

Fylkismenn fengu 63 stig í spánni og hafa því betur gegn Vestra og HK í fallbaráttunni og halda sæti sínu í Bestu deildinni.

Þetta er annað ár Fylkis í röð í deildinni og 23. tímabilið á síðustu 25 árum sem félagið er í efstu deild. Fylkir hefur ekki komist ofar en í sjötta sæti frá 2010 en besti árangur Árbæinga er annað sætið árin 2000 og 2002.

Fylkir missti tvo helstu sóknarmenn sína, Pétur Bjarnason og Ólaf Karl Finsen, sem og Arnór Gauta Jónsson sem var í stóru hlutverki á miðjunni. Helsti liðsstyrkur Árbæinga fyrir tímabilið er danski miðjumaðurinn Matthias Præst sem hefur leikið í Færeyjum undanfarin tvö ár.

Rúnar Páll Sigmundsson hefur þjálfað Fylki frá haustinu 2021.

Komnir:
Arnar Númi Gíslason frá Breiðabliki (var í láni hjá Gróttu)
Matthias Præst frá HB Þórshöfn (Færeyjum)
Guðmundur Tyrfingsson frá Selfossi
Halldór Jón Sigurður Þórðarson frá ÍBV
Hallur Húni Þorsteinsson frá Haukum (úr láni)

Farnir:
Arnór Gauti Jónsson í Breiðablik
Pétur Bjarnason í Vestra
Frosti Brynjólfsson í Hauka
Sveinn Gísli Þorkelsson í Víking R. (úr láni)
Ólafur Karl Finsen hættur

Fyrstu leikir Fylkis:
  7.4. Fylkir - KR
14.4. Fylkir - Vestri
21.4. ÍA - Fylkir
29.4. Fylkir - Stjarnan
  5.5. Fram - Fylkir

Lokastaðan:
1 ??
2 ??
3 ??
4 ??
5 ??
6 ??
7 ??
8 ??
9 ??
10 Fylkir 63
11 Vestri 60
12 HK 56

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert