„Ég mun sakna hans mjög mikið“

Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hann gerði ótrúlega mikið fyrir íslenskan fótbolta,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu.

Arnar, sem er 51 árs gamall, er sigursælasti þjálfari landsins undanfarin ár en hann hefur gert Víkinga tvívegis að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum að bikarmeisturum frá árinu 2019. 

Harðar og miklar baráttur

Viðureignir Víkings og Breiðabliks hafa verið hápunktar fótboltasumarsins undanfarin ár og þá hefur einnig verið einstaklega gaman að fylgjast með þeim Arnari og Óskari Hrafni Þorvaldssyni, fyrrverandi þjálfara Blika, í einvígum liðanna en Óskar Hrafn lét af störfum hjá Blikum síðasta haust og tók við Haugesund í Noregi.

„Ég mun sakna hans mjög mikið, meira en fólk grunar,“ sagði Arnar.

„Þetta voru harðar og miklar baráttur milli liðanna og mikið skotið líka. Á sama tíma ríkti allaf gagnkvæm virðing milli allra hjá félögunum og ég held að bæði lið hafi notið góðs af þessu,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert