Reglur KSÍ um meint brot leikmanna í endurskoðun

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Sambandið og fyrrverandi stjórn KSÍ setti ákveðnar reglur í samvinnu við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Fyrsta sætinu.

Þorvaldur, sem er 57 ára gamall, tók við formennsku hjá KSÍ í lok febrúar þegar hann hafði betur gegn Guðna Bergssyni og Vigni Má Þormóðssyni í formannsslagnum á 78. ársþingi sambandsins í Úlfarsárdal í Reykjavík.

Vinna í að aðlaga reglunar

Albert Guðmundsson fór á kostum í síðasta landsleikjaglugga gegn Ísrael og Úkraínu en þátttaka hans í verkefninu var gagnrýnd þar sem leikmaðurinn var kærður fyrir kynferðisbrot í ágúst á síðasta ári og er mál hans ennþá í gangi eftir að niðurfelling málsins var kærð til ríkissaksóknara.

„Við, ásamt samskiptaráðgjafa, erum áfram að vinna í því að aðlaga reglurnar og gera þær betri,“ sagði Þorvaldur.

„Við munum halda því áfram enda er það skilda okkar og íþróttahreyfingarinnar. ,“ sagði Þorvaldur sem var því næst spurður að því að hvort það þyrfti meira til en kæru til þess að meina leikmönnum að spila með landsliðum Íslands.

„Við erum að endurskoða allt og erum með fagfólk með okkur í því, bæði lögfræðinga sem og samskiptaráðgjafa. ÍSÍ og aðrir koma líka að þessu og ég held að það vilji allir gera það, fyrir alla aðila,“ sagði Þorvaldur meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert