Sveindís reif tvö liðbönd

Sveindís Jane Jónsdóttir meiðist í leiknum við Þýskaland.
Sveindís Jane Jónsdóttir meiðist í leiknum við Þýskaland. Ljósmynd/Alex Nicodim

Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd af velli vegna meiðsla í öxl er Ísland lék við Þýskaland í undankeppni EM í fótbolta á þriðjudaginn var.

Sveindís greinir frá á Instagram í kvöld að hún hafi rifið tvö liðbönd í öxlinni og að hún verði komin aftur á völlinn fyrr en óttast var í fyrstu.

Hún tekur hins vegar ekki fram hve lengi hún verður frá keppni. Sveindís varð fyrir meiðslunum er Kathrin Heindrich, samherji hennar hjá Wolfsburg í Þýskalandi, braut illa á henni um miðjan fyrri hálfleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert