Tveir úr Bestu deildinni úrskurðaðir í bann

Þorsteinn Aron Antonsson togaði í Steinar Þorsteinsson sem aftasti maður …
Þorsteinn Aron Antonsson togaði í Steinar Þorsteinsson sem aftasti maður og fékk beint rautt spjald skömmu síðar. mbl.is/Óttar Geirsson

Tveir leikmenn Bestu deildar karla í knattspyrnu voru á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag úrskurðaðir í eins leiks bann.

Þar er um að ræða Þorstein Aron Antonsson, leikmann HK, og Elvar Baldvinsson, leikmann Vestra.

Báðir fengu þeir beint rautt spjald í annarri umferð deildarinnar um helgina; Þorsteinn Aron gegn ÍA í 4:0-tapi og Elvar gegn Breiðabliki í 4:0-tapi.

Þeir fengu báðir eins leiks bann og missa því af næstu deildarleikjum liða sinna um næstu helgi. HK fær FH í heimsókn í Kórinn á laugardag og Vestri heimsækir KA á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert