Eini maðurinn sem gæti haldið þeim uppi

„Ég held að hann sé eini maðurinn sem gæti haldið þeim uppi með þennan hóp,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari U23-ára landsliðs kvenna, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um Tindastól.

Tindastól er spáð 9. sæti deild­ar­inn­ar og falli í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Mikil blóðtaka fyrir þær

„Þessi staður skiptir hann máli og hefur mikla þýðingu fyrir hann,“ sagði Bára Kristbjörg.

„Að missa Murielle Tiernan er mikil blóðtaka fyrir þær og ég held að þær þurfi að styrkja sig eitthvað,“ sagði Bára Kristbjörg meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Murielle Tiernan er horfin á braut.
Murielle Tiernan er horfin á braut. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert