Gætu alveg endað ofar í sumar

„Það var áberandi hvað þær náðu að spila í háum gæðaflokki framan af móti,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um FH.

FH er spáð 7. sæti deild­ar­inn­ar í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í sjötta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Ekki jafn margar á láni

„Það er jákvætt hjá FH að það eru ekki jafn margir leikmenn hjá þeim núna á láni eins og í fyrra,“ sagði Helena.

„Þær gætu alveg endað í fimmta eða fjórða sæti,“ sagði Helena meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Hafnfirðingar fagna marki gegn Stjörnunni síðasta sumar.
Hafnfirðingar fagna marki gegn Stjörnunni síðasta sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert