Davíð verður aðstoðarlandsliðsþjálfari

Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson Kristinn Magnússon

Davíð Snorri Jónasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en tilkynnt var um ráðninguna á heimasíðu knattspyrnusambandsins rétt í þessu.

Davíð Snorri hefur þjálfað U21 árs landslið Íslands undanfarin þrjú ár en hann hóf störf hjá KSÍ árið 2018 þegar hann tók við U17 ára landsliðinu. Undir hans stjórn fór U17 ára landsliðið í lokakeppni EM árið 2019 og hans fyrsta verkefni með U21-árs landsliðið var að stjórna því í lokakeppni EM árið 2021.

Davíð Snorri er 36 ára og Leiknismaður að upplagi en hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá Breiðholtsfélaginu ásamt Frey Alexanderssyni árin 2013-2015

Jóhannes Karl Guðjónsson sagði starfi sínu lausu á dögunum og tók við sem þjálfari danska C-deildar liðsins AB í Kaupmannahöfn. Åge Hareide er landsliðsþjálfari Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert