Lagleg mörk Íslands í dag (myndskeið)

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagna marki í dag. Ljósmynd/KSÍ/Adam Ciereszko

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan 3:1-endurkomusigur á Póllandi þegar liðin mættust í vináttulandsleik ytra í dag.

Ewa Pajor kom Póllandi yfir undir lok fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi en eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik jafnaði Berglind Björg Þorvaldsdóttir metin, einnig með skoti af stuttu færi.

Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir laglegt mark með föstu vinstrifótar skoti upp í þaknetið eftir að hafa farið auðveldlega framhjá varnarmanni Póllands.

Sex mínútum fyrir leikslok rak Agla María Albertsdóttir smiðshöggið með glæsilegu vinstrifótar skoti rétt fyrir utan D-bogann sem hafnaði niðri í bláhorninu.

RÚV hefur birt öll fjögur mörk leiksins í dag og má sjá þau hér:

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin