Stórsigur Spánverja á Makedóníumönnum

21:11 Spánverjar áttu ekki í miklum vandræðum með að sigra Makedóníumenn í milliriðli Evrópumóts karla í handbolta í Króatíu í kvöld, 31:20. Spánverjar skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum leiksins og var seinni hálfleikurinn formsatriði enda staðan 15:6 í hálfleik. Meira »

Danir unnu uppgjör meistaranna

18:59 Ólympíumeistarar Dana unnu gríðarlega mikilvægan 26:25-sigur á ríkjandi Evrópumeisturum Þýskalands á Evrópumóti karlalandsliða í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 9:8, Þjóðverjum í vil. Meira »

Sektað vegna ofþrifinna stuttbuxna

13:30 Danska handknattleikssambandið hefur verið sektað af handknattleikssambandi Evrópu, EHF, um jafnvirði tæplega 90 þúsund íslenskra króna. Ástæðan er liturinn á stuttbuxum sem tveir leikmenn danska landsliðsins klæddust, undir keppnisstuttbuxum sínum, í leik gegn Tékkum á EM í Króatíu. Meira »

Noregur laut í lægra haldi fyrir Króatíu

í gær Norðmenn biðu lægri hlut fyrir Króötum, 32:28, í milliriðli 2 á Evrópumóti karla í handbolta í Zagreb, höfuðborg Króatíu, í kvöld. Króatar komust í 3:0 í byrjun og tókst Norðmönnum aldrei að jafna eftir það, þótt illa gengi hjá heimamönnum að hrista þá af sér. Meira »

Lærisveinar Kristjáns lágu gegn Frökkum

í gær Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska karlalandsliðinu í handbolta urðu að sætta sig við 23:17-tap gegn Frökkum á Evrópumótinu í Króatíu í dag. Meira »

Danskur sigur í spennandi leik

19.1. Danir höfðu betur gegn Slóvenum, 31:28, í fyrsta leik liðanna í milliriðli 2 á Evrópumóti karla í handbolta sem fram fer í Króatíu um þessar mundir. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann og staðan í hálfleik 16:14. Meira »

Þjóðverjar sterkari á lokakaflanum

19.1. Þjóverjar lögðu Tékka af velli, 22:19 í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumóti karla í handbolta sem fram fer í Króatíu. Staðan var 18:16 fyrir Tékka þegar skammt var eftir en með glæsilegum lokakafla tókst Þjóðverjum að tryggja sér sigur. Meira »

Þjálfari Króata greip í mótherjann

19.1. Lino Cervar þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handknattleik er jafnan mjög skrautlegur á hliðarlínunni og engin breyting varð á því í leik Króata og Hvít-Rússa í milliriðli á Evrópumótinu í Zagreb í gærkvöld. Meira »

Króatar sluppu á ögurstundu

18.1. Gestgjafar Króata sluppu sannarlega á ögurstundu gegn Hvíta-Rússlandi í milliriðli Evrópumótsins í handknattleik í kvöld, en í blálokin tryggði liðið sér sigurinn 25:23. Meira »

Tveir Svíar í liði mótsins hingað til

18.1. Eftir að riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik lauk í gær er búið að taka saman lið mótsins hingað til miðað við tölfræði leikmanna í riðlunum. Meira »

Þjálfari Króata fær peningasekt

19.1. Lino Cervar, landsliðþjálfari karlaliðs Króata í handbolta, var í dag sektaður um 3.000 evrur, eða tæpar 380.000 íslenskar krónur, fyrir óíþróttamannslega framkomu í leik Króata og Hvít-Rússa á Evrópumótinu í Króatíu í gær. Meira »

Cervar til rannsóknar hjá aganefnd

19.1. Aganefnd Evrópumótsins í handknattleik karla sem nú stendur yfir hefur ákveðið að rannsaka atvik sem átti sér stað undir lok viðureign Króata og Hvít-Rússa á milliriðlakeppni mótsins. Lino Cervar greip þá í einn leikmann hvít-rússneska liðsins þegar sá síðarnefndi átti leið framhjá Cervar á leið í sókn. Meira »

Ekki skemmtilegt að fá ekki Íslendinga

19.1. Segja má að það hafi komið í hlut Kristjáns Andréssonar, landsliðsþjálfara Svía, að senda Íslendinga úr keppni á EM í handbolta í Króatíu. Meira »

Norðmenn gerðu það sem Íslandi mistókst

18.1. Noregur þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Serbíu í fyrsta leik milliriðla Evrópumótsins í Króatíu, en náði að lokum að innsigla fimm marka sigur 32:27. Meira »

Zdrahala markahæstur á EM

18.1. Tékkinn Ondrej Zdrahala skaust upp í efsta sætið á markalistanum á Evrópumótinu í handknattleik í Króatíu með því að skora 14 mörk í sigri Tékka gegn Ungverjum í lokaumferð riðlakeppninnar í gærkvöld. Meira »

EM handbolta

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Svíþjóð 3 2 0 1 89:82 4
2 Króatía 3 2 0 1 92:79 4
3 Serbía 3 1 0 2 76:88 2
4 Ísland 3 1 0 2 74:82 2
16.01Króatía31:35Svíþjóð
16.01Serbía29:26Ísland
14.01Ísland22:29Króatía
14.01Serbía25:30Svíþjóð
12.01Króatía32:22Serbía
12.01Svíþjóð24:26Ísland
urslit.net

Vonbrigðin einungis með mig sjálfan

18.1. Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason er hreinskilinn í twitter-færslu sem hann hefur sent frá sér en það varð ljóst í fyrrakvöld en Íslendingar eru úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu. Meira »

Leynivopnið virkaði hjá Dönum

18.1. Skyttan Peter Balling Christensen var kallaður inn í danska landsliðshópinn í stað línumannsins Anders Zachariassen fyrir leikinn gegn Spánverjum í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í Króatíu í gærkvöld. Meira »

Leikmenn verða að líta í eigin barm

18.1. „Við getum ekki alfarið skellt skuldinni vegna niðurstöðunnar á EM á Geir Sveinsson landsliðsþjálfara. Í leiknum við Serba fannst mér vandinn ekki síður liggja hjá leikmönnum liðsins. Þeir verða að líta í eigin barm,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari karlaliðs ÍBV, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær til að velta fyrir sér stöðu íslenska landsliðsins og þjálfara þess, Geirs Sveinssonar, nú þegar liðið er úr leik á EM. Meira »

Ísland hafnaði í 13. sæti EM

17.1. Nú er endanlega ljóst að íslenska karlalandsliðið í handknattleik hafnaði í 13. sæti af 16 liðum í lokakeppni Evrópumótsins sem haldið er í Króatíu. Meira »

Danir geta andað léttar

18.1. Danir geta andað léttar því meiðsli markvarðarins Niklas Landin sem hann varð fyrir í sigurleik Dana gegn Spánverjum á Evrópumótinu í handknattleik í Króatíu í gærkvöld eru ekki alvarleg. Meira »

Við þurfum fleiri leiðtoga

18.1. „Fyrst og síðast var niðurstaðan vonbrigði. Það var raunhæf krafa fyrir mótið að komast upp úr riðlinum og í milliriðla,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, hin þrautreynda handknattleikskona úr Stjörnunni, landsliðskona og fyrrverandi atvinnumaður í handknattleik, þegar Morgunblaðið leitaði álits hennar á árangri íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Meira »

Ísland skoraði næstfæst mörk

17.1. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er úr leik á Evrópumótinu í Króatíu eins og frægt er orðið, en riðlakeppni mótsins lauk í kvöld. Meira »

Slóvenar unnu úrslitaleikinn og fóru áfram

17.1. Slóvenía tryggði sér í kvöld sæti í milliriðli Evrópumótsins í handknattleik eftir sigur á Svartfjallalandi í úrslitaleik um áframhaldandi þátttöku á mótinu, 28:19. Meira »

Liðin sem Ísland getur mætt í umspili fyrir HM

18.1. Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspili um sæti á HM í handknattleik 2019 en dregið verður í umspilinu þann 27. janúar. Meira »

Þetta var mjög lúmsk gildra sem ekki allir skilja

18.1. „Þessi síðasti leikur var mjög lúmsk gildra sem ekki allir skilja. Og það þýðir eiginlega ekkert að segja mönnum frá henni – öskra um hana á einhverjum töflufundi – því menn verða bara að finna þetta í frumunum sínum og líklega að hafa lent í einhverjum skít áður til að fatta þetta,“ segir Ólafur Stefánsson nú þegar þátttöku Íslands á EM í handbolta í Króatíu er lokið. Meira »

Svona líta milliriðlarnir út á EM

17.1. Lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik fór fram í kvöld og nú er ljóst hvernig milliriðlar mótsins líta út, en 12 þjóðir eru eftir í keppninni. Meira »

Allt í hnút í milliriðlum með sigri Dana

17.1. Danir unnu þriggja marka sigur á Spáni, 25:22, þegar þjóðirnar áttust við í lokaleik D-riðils á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Króatíu. Bæði lið fara áfram í milliriðla. Meira »