Ísland í neðri flokki fyrir umspil HM?

09:17 Eftir úrslit gærdagsins í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Króatíu er hætta á að Ísland lendi í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður fyrir umspilið vegna heimsmeistaramótsins 2019. Meira »

Niðurstaða sem er vonbrigði fyrir alla

09:00 „Ég var búinn að vera hrifinn af liðinu og ég var bjartsýnn fyrir þennan Serbaleik,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, um tap Íslands gegn Serbíu á EM í Króatíu sem varð til þess að Ísland féll úr leik. Meira »

Getum unnið öll lið í heimi

08:16 Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska karlalandsliðinu í handknattleik voru að vonum í sjöunda himni eftir sigurinn frábæra gegn Króötum í lokaumferð A-riðilsins á Evrópumótinu í Króatíu í gærkvöld. Meira »

Undarlegt viðtal við Guðjón (myndskeið)

07:27 Viðtal RÚV við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson eftir tapleikinn gegn Serbum á Evrópumótinu í handknattleik í Split í gær vakti mikla athygli. Meira »

„Það verður að skipta um þjálfara“

07:14 „Mér fannst með ólíkindum hvernig allur botn datt úr þessu hjá liðinu. Það er hundfúlt að horfa upp á þetta,“ sagði hinn þrautreyndi þjálfari Árni Stefánsson eftir að Ísland féll úr leik á EM í Króatíu í gær með tapi fyrir Serbíu. Meira »

„Mér hefur fundist liðið vera á réttri leið“

06:00 Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, segist vera ánægður með hvernig leikur liðsins hefur þróast síðasta árið en hann hefur nú stýrt liðinu á tveimur stórmótum, HM í Frakklandi og EM í Króatíu. Meira »

Kári meiddist aftan í læri

00:26 Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson meiddist seint í leiknum gegn Serbíu á EM í kvöld og óvíst hvort hann verði tilbúinn í slaginn með ÍBV þegar Olís-deildin hefst á ný eftir EM-fríið. Meira »

„Við hlupum eins og skepnur“

Í gær, 22:50 Svíar voru í sjöunda himni eftir öruggan sigur á gestgjöfum Króata, 35:31, í lokaleik A-riðils Evrópumótsins í handknattleik. Úrslitin urðu til þess að Ísland er úr leik. Meira »

Patrekur er á heimleið

Í gær, 21:14 Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handknattleik eru á heimleið frá Króatíu eftir að þeir töpuðu fyrir Norðmönnum, 39:28, í lokaumferð B-riðils Evrópumóts karla í Porec í kvöld. Meira »

„Leiðinlegt að þurfa að treysta á aðra“

Í gær, 20:06 Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk þegar Ísland tapaði fyrir Serbíu 26:29 á EM í handknattleik í dag. Hann sagði klaufaskap í sókninni hafa ráðið úrslitum á lokakaflanum en Ísland var um tíma yfir, 20:16. Meira »

„Fannst við vera með þá í hálstaki“

00:53 Bjarki Már Gunnarsson var í stóru hlutverki í vörn Íslands í leikjunum á EM í Split. Á löngum köflum í leikjunum gegn Svíum og Serbum náðu hann og Ólafur Guðmundsson vel saman fyrir miðju 6-0 varnarinnar. Meira »

Þjálfaramálin skoðuð á næstu dögum

00:14 Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, segir að nú sé boltinn hjá HSÍ en samningur Geirs rennur út á næstunni. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir framhaldið ekki hafa verið rætt en býst við því að það verði á næstu dögum. Meira »

„Króatar eru ÓÞOLANDI“

Í gær, 21:23 Íslenska þjóðin fylgdist að sjálfsögðu grannt með karlalandsliðinu í handknattleik og lét vel í sér heyra á samfélagsmiðlum eftir að ljóst var að Ísland væri úr leik á EM í Króatíu. Meira »

Svíar sendu Ísland heim af EM

Í gær, 21:05 Ísland er úr leik á Evrópumóti karla í handknattleik og hafnar í neðsta sæti A-riðils. Þetta var ljóst eftir að Svíþjóð vann gestgjafana frá Króatíu, 35:31, í lokaleik riðilsins. Króatískur sigur hefði tryggt Íslandi sæti í milliriðlum en þess í stað er íslenska liðið á heimleið. Meira »

Áræðnina skorti að mati Geirs

Í gær, 19:26 Landsliðsþjálfarinn, Geir Sveinsson, sagði í samtali við mbl.is að frammistaða Íslands hafi ekki verið nægilega góð á heildina litið, þegar liðið tapaði fyrir Serbíu í Split á EM í handknattleik í kvöld. Aldrei kunni góðri lukku að stýra að reyna að verja eitthvað fremur en að sækja. Meira »

EM handbolta

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Svíþjóð 3 2 0 1 89:82 4
2 Króatía 3 2 0 1 92:79 4
3 Serbía 3 1 0 2 76:88 2
4 Ísland 3 1 0 2 74:82 2
16.01Króatía31:35Svíþjóð
16.01Serbía29:26Ísland
14.01Ísland22:29Króatía
14.01Serbía25:30Svíþjóð
12.01Króatía32:22Serbía
12.01Svíþjóð24:26Ísland
urslit.net

„Helvítis vesen“

Í gær, 19:22 „Þetta verður ekkert mál. Króatía vinnur á eftir og við förum áfram með tvö stig,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, við mbl.is eftir tap fyrir Serbíu 29:26 á EM í Króatíu sem þýðir að Ísland þarf að bíða örlaga sinna í kvöld. Meira »

Frakkland vann með fullu húsi

Í gær, 18:56 Frakkar unnu nokkuð öruggan sigur á Hvít-Rússum, 32:25, í B-riðli Evrópumóts karla í handknattleik í Porec í Króatíu í kvöld. Þar með unnu Frakkar riðilinn á fullu húsi stiga og Norðmenn komust áfram með þessum úrslitum. Meira »

Evrópumeistararnir gera breytingu

Í gær, 14:48 Evrópumeistarar Þjóðverja hafa gert breytingu á leikmannahópi sínum fyrir leikinn gegn Makedóníu á Evrópumótinu í handknattleik en þjóðirnar eigast við í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Meira »

Serbar reyna að koma á óvart

Í gær, 12:40 Erfitt er að átta sig á andstæðingi dagsins á EM í handknattleik: Serbum. Liðið hefur orðið fyrir skakkaföllum bæði í aðdraganda mótsins og síðast í gær var örvhenta skyttan Marki Vujin tekinn út úr hópnum vegna meiðsla. Meira »

Var ekki viss hvort boltinn væri inni

Í gær, 19:16 „Eins mikið og ég sakna fjölskyldunnar þá hef ég engan áhuga á því að sjá hana næstu daga,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, hetja íslenska landsliðsins í handknattleik, í samtali við mbl.is eftir 29:26 tap fyrir Serbíu á EM í Króatíu. Hann vill sannarlega vera áfram í Króatíu. Meira »

Ísland tapaði og bíður örlaga sinna

Í gær, 18:47 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Serbíu, 29:26, í lokaleik sínum í A-riðli Evrópumótsins og þarf nú að bíða örlaga sinna. Ef Svíþjóð nær jafntefli eða sigri gegn Króatíu í síðari leik riðilsins í kvöld þá er Ísland úr leik. Meira »

Við eigum góða möguleika

Í gær, 14:30 „Við eigum góða möguleika og ég hef hundrað prósent trú á mínum mönnum,“ segir Patrekur Jóhannesson þjálfari austurríska landsliðsins í handknattleik sem mætir Norðmönnum í síðasta leik sínum í B-riðli á Evrópumótinu í Króatíu í kvöld. Meira »

Draga verður úr sveiflum

Í gær, 12:07 „Helsta áhyggjumálið eftir leikina tvo finnst mér hversu miklar sveiflur eru í leik liðsins. Það voru tveir langir kaflar í leiknum við Svía þar sem við skoruðum ekki mark og svipað átti sér stað í viðureigninni við Króata, bæði í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs FH, spurður um hans mat á frammistöðu íslenska landsliðsins í handknattleik karla á Evrópumeistaramótinu í Króatíu. Meira »

„Köstum þessu fáránlega frá okkur“

Í gær, 18:58 „Við ætluðum ekki að vera í þessari stöðu eftir leik,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, eftir að Ísland tapaði fyrir Serbíu 29:26 í lokaleik sínum í A-riðli Evrópumótsins í Króatíu. Meira »

Slóvenar hóta að fara heim af EM

Í gær, 15:23 Slóvenar íhuga að draga lið sitt úr keppni og hætta þar með þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í Króatíu. Ástæðan er sú að þeir telja sig hafa verið misrétti beittir af dómurum leiks þeirra við Þjóðverja í gærkvöldi. Meira »

Gensheimer markahæstur á EM

Í gær, 14:08 Hornamaðurinn Uwe Gensheimer, fyrirliði Evrópumeistara Þýskalands í handknattleik, er markahæstur á Evrópumótinu þegar leiknar hafa verið tvær umferðir í riðlakeppninni í Króatíu. Meira »

Cervar skiptir um markvörð

Í gær, 11:42 Lino Cervar landsliðsþjálfari Króata í handknattleik hefur ákveðið að skipta úr öðrum markverði sínum fyrir leikinn gegn Svíum í lokaumferð A-riðilsins á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Split í kvöld. Meira »