Á ekki að vera vinargreiði

29.1.2018 Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla, er langt frá því að vera sáttur við handknattleikssamband Evrópu, EHF, og dómarana sem dæmdu viðureign Dana og Frakka um þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í Króatíu í gær. Meira »

„Framtíðin er björt“

29.1.2018 Kristján Andrésson landsliðsþjálfari Svía í handknattleik segir bjart framundan hjá landsliðinu en Svíar undir stjórn Kristjáns unnu til silfurverðlauna á Evrópumótinu sem lauk í Króatíu í gærkvöld. Meira »

Spánverjar tryggðu sér sæti á HM

29.1.2018 Með sigri sínum á Evrópumótinu í handknattleik í Króatíu í gærkvöld tryggðu Spánverjar sér sjálfkrafa sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem haldin verður í Danmörku og í Þýskalandi á næsta ári. Meira »

Segir sektina vera brandara

29.1.2018 Evrópska handknattleikssambandið sektaði í gær danska handknattleikssambandið um 4 þúsund evrur, sem jafngildir rúmlega hálfri milljón króna. Meira »

Fullkominn leikur hjá Lindberg

29.1.2018 Hans Óttar Lindberg, hægri hornamaður danska karlalandsliðsins í handknattleik, sem á ættir að rekja til Íslands, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum um bronsverðlaunin á Evrópumótinu sem lauk í Króatíu í gærkvöld. Meira »

Tveir spænskir og tveir Svíar valdir

29.1.2018 Tveir leikmenn Evrópumeistara Spánar og tveir úr silfurliði Svía eru í úrvalsliði Evrópumeistaramótsins í handknattleik. Valið á úrvalsliðinu var tilkynnt í gær áður en úrslitaleikirnir tveir fóru fram. Meira »

„Kristján var bestur á EM“

28.1.2018 Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar, fær mikið lof heima fyrir eftir að hann stýrði Svíum til silfurverðlauna á Evrópumótinu í Króatíu sem lauk í kvöld. Meira »

Frakkar tryggðu sér bronsið

28.1.2018 Frakkar tryggðu sér bronsverðlaun á Evrópumótinu í handknattleik karla en þeir sigruðu Dani í leiknum um 3. sætið, 32:29. Frakkar höfðu einnig þriggja marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 17:14. Meira »

„Boltastrákurinn“ kom Dönum í framlengingu

27.1.2018 Danir náðu með ótrúlegum hætti að knýja fram framlengingu í undanúrslitunum gegn Svíum í gær á EM karla í handknattleik í Króatíu. Meira »

„Ég felldi tár“

26.1.2018 „Við stjórnuðum leiknum í 58 mínútur og spiluðum frábærlega í framlengingunni. Ég felldi tár eftir leikinn,“ sagði Jim Gottfridsson leikmaðurinn öflugi í liði Svía eftir sigurinn gegn Dönum í undanúrslitunum á Evrópumótinu í handknattleik í kvöld. Meira »

„Drakk bjór og át franskar“

29.1.2018 Hinn 38 ára gamli Arpad Sterbik reyndist heldur betur bjargvættur spænska landsliðsins í handknattleik sem í gærkvöld hampaði Evrópumeistaratitlinum í fyrsta skipti eftir sigur á Svíum í úrslitaleik í Zagreb. Meira »

Spánn Evrópumeistari í fyrsta skipti

28.1.2018 Spánn er Evrópumeistari karla í handbolta árið 2018 eftir 29:23-sigur á sænskum lærisveinum Kristjáns Andréssonar í úrslitaleik í Zagreb Arena í kvöld. Spánn hefur fjórum sinnum endaði í 2. sæti á Evrópumóti, en þetta er þeirra fyrsti Evróputitill. Meira »

Karabatic pirraður - „skrýtinn úrslitaleikur“

28.1.2018 Franski handknattleiksmaðurinn Nikola Karabatic á erfitt með að skilja að Svíar séu komnir í úrslit á Evrópumótinu í handbolta. Svíar mæta Spánverjum í úrslitaleik í kvöld en lærisveinar Kristjáns Andréssonar hafa tapað þremur leikjum á mótinu. Meira »

Það eru svo miklar tilfinningar

26.1.2018 Kristján Andrésson er svo sannarlega búinn að gera frábæra hluti með sænska landsliðið í handknattleik en lærisveinar hans tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum á Evrópumótinu í Króatíu með því að leggja Dani í æsispennandi framlengdum leik í undanúrslitum í Zabreb. Meira »

Kristján með Svía í úrslit á EM

26.1.2018 Sænska landsliðið í handknattleik, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, er komið í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Króatíu. Svíar unnu Dani með eins marks mun, 35:34, eftir framlengda viðureign. Sænska landsliðið mætir spænska landsliðinu í úrslitaleik á sunnudagskvöldið en Danir og Frakkar verða að gera sér að góðu að leik um bronsverðlaunin. Meira »

Enn eitt áfallið fyrir Svía

26.1.2018 Það á ekki af sænska karlalandsliðinu í handknattleik að ganga því sænska handknattleikssambandið greindi frá því á twitter síðu sinni í kvöld að stórskyttan Simon Jeppsson geti ekki verið með í undanúrslitaleiknum gegn Dönum á EM sem er í þann mund að hefjast. Meira »

Ráðist að heimili landsliðsmanns á EM

26.1.2018 Króatíski markvörðurinn Mirko Alilovic lenti í miður skemmtilegri lífsreynslu eftir að Króatíu mistókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer þar í landi. Meira »

Lykilmaður Svía fer ekki í leikbann

25.1.2018 Aganefnd evrópska handknattleikssambandsins, EHF, á Evrópumóti karla í handknattleik hefur ákveðið að Svíinn Jim Gottfridsson taki ekki út leikbann en hann fékk beint rautt spjald fyrir brot á leikmanni Norðmanna í viðureign liðanna í milliriðlinum í gærkvöld. Meira »

Enginn Íslendingur tilnefndur

25.1.2018 Almenningur getur tekið þátt í að velja úrvalslið á Evrópumótinu í handknattleik sem lýkur í Króatíu á sunnudaginn.  Meira »

Spánverjar lögðu heimsmeistarana

26.1.2018 Annað Evrópumótið í röð leika Spánverjar til úrslita en þeir lögðu heimsmeistara Frakka, 27:23, í fyrri undanúrslitaleiknum í Zagreb í kvöld. Meira »

Svakalegt áfall Svía fyrir stórleikinn á EM

26.1.2018 Sænska karlalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, hefur orðið fyrir gríðarlegu áfalli í aðdraganda undanúrslitaleiks liðsins gegn Danmörku í dag á Evrópumótinu í Króatíu. Meira »

Í undanúrslitum í fyrsta sinn í 16 ár

25.1.2018 Þrjú af liðunum fjórum sem eru komin í undanúrslitin á Evrópumóti karla í handknattleik hafa unnið Evrópumeistaratitilinn og það oftast allra liða. Meira »

Danir lofa miklu fjöri gegn Svíum

25.1.2018 Það verður alvöru Norðurlandaslagur í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik þegar Svíþjóð og Danmörk leiða saman hesta sína í baráttunni um sæti í úrslitaleiknum. Meira »

Króatar náðu naumlega fimmta sætinu

26.1.2018 Króatar höfnuðu í fimmta sæti Evrópumóts karla í handknattleik eftir sigur á Tékkum, 28:27, í leiknum um fimmta sætið sem var að ljúka í Zagreb. Meira »

Léku síðast í undanúrslitum við Ísland

26.1.2018 Kristján Andrésson verður í kvöld fyrsti landsliðsþjálfari Svía í 16 ár til þess að stýra karlaliði Svía í undanúrslitaleik á Evrópumóti í handknattleik. Meira »

Tékki markahæstur á EM

25.1.2018 Tékkinn Ondrej Zdrahala er markahæstur á Evrópumótinu í handknattleik sem lýkur í Króatíu á sunnudaginn þegar leikið verður til úrslita á mótinu. Meira »

Spánverjar draga fram leynivopn á EM

25.1.2018 Spænska landsliðið mun að öllum líkindum tefla fram óvæntu leynivopni gegn Frökkum þegar þjóðirnar eigast við í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Króatíu. Meira »