Lukaku gæti fyllt skarð Icardi hjá Inter

Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. AFP

Ítalska knattspyrnuliðið Inter Mílanó ætlar að reyna að fá belgíska framherjann Romelu Lukaku til liðs við sig í sumar fari svo að Mauro Icardi yfirgefi félagið.

Reiknað er með að Icardi yfirgefi herbúðir Inter í sumar en hann er í einhverju stríði við félagið. Inter hefur svipt hann fyrirliðastöðunni og fregnir herma að hann neiti að spila með liðinu. Real Madrid, Atlético Madrid og Chelsea eru sögð hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Ítalskir fjölmiðlar segja að forráðamenn Inter horfi nú til Lukaku og sjái hann fyrir sér að fylla skarð Icardi en Lukaku hefur átt erfitt uppdráttar með liði Manchester United á þessu tímabili og frá því Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu af José Mourinho í desember hefur hann aðeins byrjað inná í tveimur leikjum af tólf sem Solskjær hefur stýrt liðinu í.

Lukaku kom til Manchester United fyrir tveimur árum en félagið greiddi Everton 75 milljónir punda fyrir leikmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert