Honigstein og Óskar Hrafn ræða um Klopp og fleira

Jürgen Klopp verður aðalumræðuefnið í kvöld.
Jürgen Klopp verður aðalumræðuefnið í kvöld. AFP

Þýski íþróttafréttamaðurinn Raphael Honigstein, höfundur nýrrar bókar um Jürgen Klopp, og knattspyrnuþjálfarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem hefur náð ótrúlegum árangri með lið Gróttu undanfarin tvö ár, sitja fyrir svörum á Kex Hostel í Reykjavík í kvöld klukkan 20.30. Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og annálaður áhugamaður um enska fótboltann, stýrir umræðunum.

Þeir Honigstein, Óskar og Orri Páll ræða þar um nútímaknattspyrnu, hvernig hún sé að þróast og hvers vegna stigamet séu slegin ár eftir ár í ensku úrvalsdeildinni. Honingstein þekkir að sjálfsögðu sérstaklega vel til Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, og getur svarað spurningum um hann og hvers vegna hann nær eins miklu út úr sínum leikmönnum og raun ber vitni. Bók hans er komin út í íslenskri þýðingu Ingunnar Snædal og verður á tilboðsverði í kvöld.

Honigstein er heimskunnur íþróttafréttamaður og hefur fjallað um knattspyrnu í miðlum á borð við Sky, ESPN, Guardian, Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung, en réð sig nýlega til íþróttamiðilsins The Athletic. Fyrsta bók hans, Englischer Fussball, var tilnefnd sem knattspyrnubók ársins. Óskar Hrafn, sem lék lengi með KR og starfaði sjálfur sem íþróttafréttamaður, sló í gegn sem þjálfari Gróttu og var á dögunum ráðinn þjálfari Breiðabliks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert