Tónleikar á Anfield vekja lukku

Taylor Swift hélt þrenna tónleika á Anfield í sumar.
Taylor Swift hélt þrenna tónleika á Anfield í sumar. AFP/Julien De Rosa

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur undanfarin ár haldið stórtónleika á heimavelli félagins á sumrin sem hafa skilað sér í gríðarlegum tekjum fyrir borgina og útvegað þúsundir starfa.

31 milljón sterlingspunda hafa skilað sér í hagkerfi borgarinnar með ellefu tónleikum frá árinu 2019. 1.450 starfsmenn vinna við hverja tónleika og 85% þeirra eru frá Liverpool-borg. Stækkun Anfield Road-stúkunnar fjölgaði sætum á vellinum upp í 61.000 og stór nöfn í tónlistarbransanum hafa komið fram á leikvanginum.

Endurbætt Anfield Road-stúkan.
Endurbætt Anfield Road-stúkan. AFP/Paul Ellis

Þrennir tónleikar Taylor Swift í sumar voru vel sóttir en hundruð þúsunda hafa sótt tónleika á Anfield undanfarin sumur en árin 2020 og 2021, þegar kórónuveirufaraldurinn var, eru undanskilin þar sem ekki var heimilt að halda stórtónleika á Bretlandseyjum.

Að auki hafa Bon Jovi, Take That, Elton John og The Eagles komið fram á Anfield en félagið tilkynnti á dögunum að Dua Lipa haldi tónleika á vellinum næsta sumar.

Dua Lipa verður á Anfield sumarið 2025.
Dua Lipa verður á Anfield sumarið 2025. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka