Skilinn eftir heima og gæti verið á förum

Dele Alli gæti verið á förum frá Tottenham.
Dele Alli gæti verið á förum frá Tottenham. AFP

Enski landsliðsmaðurinn Dele Alli er ítrekað orðaður við brottför frá Tottenham Hotspur og knattspyrnustjórinn José Mourinho hefur nú gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi.

Hann valdi Alli ekki í hóp sinn sem fór í gær til Búlgaríu og mætir þar Lokomotiv Plovdiv í annarri umferð Evrópudeildar UEFA.

Alli hefur verið orðaður við bæði Inter Mílanó og París SG en hann er 25 ára miðjumaður og hefur leikið með Tottenham í fimm ár. Hann hefur leikið 157 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni og skorað 50 mörk og spilað á þeim tíma 37 landsleiki fyrir England.

Flest bendir til þess að Tottenham sé í þann veginn að fá Gareth Bale lánaðan frá Real Madrid en gert er ráð fyrir að það skýrist betur í dag.

mbl.is