Mörkin: Jota reyndist hetja Liverpool

Diogo Jota reyndist hetja Eng­lands­meist­ar­ar Li­verpool sem unnu West Ham 2:1 á An­field í úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í kvöld.

Pablo Fornals kom gest­un­um yfir á 10. mín­útu með föstu skoti í nær­hornið eft­ir að Joe Gomez hafði mistek­ist að hreinsa bolt­ann frá eig­in víta­teig, skallaði hann beint fyr­ir fæt­ur Fornals. Staðan var þó jöfn í hálfleik en Mohamed Salah skoraði úr víta­spyrnu eft­ir að Arth­ur Masuaka braut á hon­um inn í teig.

Það varð svo drama­tík rúm­um tíu mín­út­um fyr­ir leiks­lok þegar varamaður­inn Jota hélt að hann væri að koma Li­verpool í for­ystu en eft­ir at­hug­un mynd­bands­dóm­ara kom í ljós að Sa­dio Mané braut af sér í aðdrag­anda marks­ins.

Portúgal­inn lét það þó ekki hafa áhrif á sig og skoraði sig­ur­mark leiks­ins stuttu síðar, þrumaði knett­in­um í nær­hornið eft­ir frá­bæra stungu­send­ingu frá öðrum vara­manni, Xher­d­an Shaqiri. Jota er nú bú­inn að skora í þrem­ur leikj­um í röð fyr­ir Li­verpool, gegn Sheffield United um síðustu helgi, gegn Midtjyl­l­and í Meist­ara­deild­inni í vik­unni og nú í kvöld.

Li­verpool er þar með komið á topp­inn, með 16 stig eft­ir sjö leiki, en Evert­on er þrem­ur stig­um fyr­ir aft­an og á leik til góða. West Ham er í 13. sæt­inu með átta stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert