Vill komast aftur til Tottenham

Christian Eriksen gekk til liðs við Inter frá Tottenham fyrir …
Christian Eriksen gekk til liðs við Inter frá Tottenham fyrir tæpu ári. AFP

Danski knatt­spyrnumaður­inn Christian Erik­sen vill snúa aftur til enska félagsins Tottenham eftir að hafa ekki náð sér á strik með Inter Mílanó á Ítalíu en hann skipti til liðsins í janúar á síðasta ári.

Eriksen hefur átt erfitt uppdráttar á Ítalíu, aðeins spilað 39 leiki, þar af aðeins 13 á þessu tímabili þar sem hann hefur ekki skorað eitt einasta mark. Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur tjáð danska landsliðsmanninum að hann megi leita sér að öðru félagi og þá er Inter opið fyrir því að hann fari eitthvert á láni.

Sky Sports seg­ir um málið að það sem gæti sett strik í reik­ing­inn væri að laun Dan­ans hjá In­ter væru hærri en launaþakið sem Totten­ham vinn­ur eft­ir, hann sjálfur er hins vegar sagður vilja snúa aftur til Lundúnaliðsins. Eriksen er 28 ára gamall og lék með Tottenham í sjö ár, skoraði 51 mark í 226 leikjum í úrvalsdeildinni ensku. Þá á hann að baki 103 landsleiki með Danmörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert