Newcastle staðfestir komu Gordons

Anthony Gordon og Frank Lampard, fyrrverandi stjóri Everton, sem rekinn …
Anthony Gordon og Frank Lampard, fyrrverandi stjóri Everton, sem rekinn var á dögunum. AFP/Adrian Dennis

Englendingurinn Anthony Gordon er formlega orðinn leikmaður enska knattspyrnuliðsins Newcastle.

Félagið staðfesti komu leikmannsins í dag en kaupverðið er talið vera 45 milljónir punda.

Hinn 21 árs gamli Gordon kemur til Newcastle frá uppeldisfélagi sínu Everton. Hann lék 65 deildarleiki og skoraði í þeim sjö mörk á tíma sínum hjá Everton auk þess að hafa leikið 11 leiki á láni hjá Preston árið 2021.

Newcastle er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig eftir 20 leiki á meðan Everton er í miklum vandræðum í 19. sæti með 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert