Rosaleg viðbrögð við markinu

Garnacho fagnar stórbrotnu marki sínu í kvöld gegn Everton.
Garnacho fagnar stórbrotnu marki sínu í kvöld gegn Everton. AFP

Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, skoraði eitt glæsilegasta mark tímabilsins, ef ekki síðust ára, í dag er liðið mætti Everton í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Markið kom eftir þriggja mínútna leik þegar Garnacho fékk háa sendingu inn á teig Everton og smellhitti boltann með bakfallsspyrnu framhjá Pickford. Leikurinn gat vart byrjað betur fyrir Manchester United sem lék án margra lykilmanna liðsins í dag.

Áhorfendur trúðu ekki sínum eigin augum og má sjá rosaleg viðbrögð við markinu á samfélagsmiðlinum X hér fyrir neðan þar sem margir líkja markinu við mark Wayne Rooney frá árinu 2011, en mörkin eru nauðalík.mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert