Fallegasta mark tímabilsins hingað til (myndskeið)

Alejandro Garnacho skoraði fallegasta mark tímabilsins hingað til eftir aðeins þrjár mínútur í leik Manhester United gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Markið er mjög líkt eftirminnilegu marki Wayne Rooney sem hann skoraði gegn Manchester City í deildinni árið 2011.

Staðan er 1:0 fyrir United í hálfleik en leikurinn er í beinni textalýsingu á mbl.is.

https://www.mbl.is/sport/livesport/#match-8894

Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert