Ætlar ekki að koma með ummæli eins og Arteta

Ange Postecoglou og Pep Guardiola í leikslok í dag.
Ange Postecoglou og Pep Guardiola í leikslok í dag. AFP/Darren Staples

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, skaut á Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, þegar hann var spurður út í umdeilanlegt atvik í dómgæslu í leik City gegn Tottenham í dag.

Í uppbótartíma í stöðunni 3:3 var brotið á Erling Haaland. Simon Hooper, dómari leiksins, ætlaði fyrst að gefa hagnað og Haaland sendi upp völl­inn á Greal­ish sem var í frá­bæru færi og hefði getað kom­ist einn á móti mark­manni. Þá hætt­ir Hooper við að gefa hagnaðinn og fékk hálft City liðið í and­litið á sér fyr­ir þenn­an áhuga­verða dóm.

„Næsta spurning, ég vil ekki koma með ummæli líkt og Mikel Arteta. Það er erfitt þegar þú sérð myndir, dómarinn ákvað að flauta eftir að hann var búinn að dæma hagnað, svo kemur sendingin og þá dæmir hann,“ sagði Guardiola eftir leikinn.

Guardiola skaut á það þegar Arteta talaði um mark sem Anthony Gordon, leikmaður Newcastle, skoraði gegn þeim á tímabilinu. Arteta fór á blaðamannafund og sagði að ákvörðunin hafi verið hneyksli. Hann var kærður af enska knattspyrnusambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert