Varn­ar­maður Liverpool lengi frá

Joel Matip og Alexis Mac Allister í leiknum í dag.
Joel Matip og Alexis Mac Allister í leiknum í dag. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnustjóri Liverpool, Jurgen Klopp, sagði í viðtali eftir 4:3-sigur Liverpool gegn Fulham í dag að Joel Matip myndi ekki koma fljótlega til baka en hann fór meiddur af velli.

Matip fór meiddur af velli á 68. mínútu leiksins og inn á í hans stað kom Ibrahima Konate. 

„Hann á eftir að fara í rannsóknir en miðað við það sem við heyrum og sjáum þá verða þetta ekki stutt meiðsli. Þetta er hnéð, óheppilegt en við verðum að komast í gegnum þetta,“ sagði Klopp eftir leikinn.

Matip kom til liðsins árið 2016 og var lykilleikmaður þegar liðið vann Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina.

Fleiri mikilvægir leikmenn liðins eru frá en þeir Allisson Becker, Diogo Jota, Andy Robertsson, Stefan Bajcetic og Thiago eru allir á meiðslalista liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert