Hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Joel Matip er með slitið krossband.
Joel Matip er með slitið krossband. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn Joel Matip hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

Matip, sem er 32 ára gamall. sleit krossband í 4:3-sigri liðsins gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á Anfield um síðustu helgi.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, tilkynnti þetta eftir 2:0-sigur liðsins gegn Sheffield United í gær en Matip verður frá út keppnistímabilið vegna meiðslanna.

Samningur hans á Anfield rennur út næsta sumar og verður að teljast afar ólíklegt að forráðamenn félagsins bjóði honum nýjan samning enda hefur hann verið mikið meiddur frá því hann kom til félagsins frá Schalke sumarið 2016.

Alls á hann að baki 201 leik fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 11 mörk og lagt upp önnur sex.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert