Guðni vill mark frá Højlund í jólagjöf

Guðni hefur verið lengi United-maður og fylgist nú spenntur með …
Guðni hefur verið lengi United-maður og fylgist nú spenntur með viðureign Manchester United og Bournmouth. Samsett mynd

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, er meðal áhorf­enda á Old Trafford á leik Manchester United og Bournemouth. Manchester United TV tók viðtal við forsetann en Guðni hefur verið United-aðdáandi frá barnæsku.

„Faðir minn heitinn sagði mér að halda með Manchester United,“ sagði hann í viðtalinu við MUTV. Aðspurður nefndi Guðni nokkra af  sínum uppáhalds United-leikmönnum úr barnæsku, markverðina Alex Stepney og Gary Bailey þeirra á meðal

Þá sagði Guðni að ef hann fengi að óska sér yrði jólagjöfin hans í ár að Rasmus Højlund, leikmaður United, skoraði í deildinni. 

„Það mun gerast, hver veit, kannski í dag,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert