Í sex mánaða fangelsi fyrir kynþáttaníð

Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. AFP/Paul Ellis

Hinn 33 ára gamli Jamie Arnold hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð Rio Ferdinand, fyrrverandi knattspyrnumanns hjá meðal annars Manchester United og enska landsliðinu og núverandi sparkspekings.

Tilefnislaus og óviðunnandi

Arnold viðhafði rasískar handabendingar í átt að Ferdinand á leik Wolves og Manchester City í maí árið 2021.

Í yfirlýsingu fórnarlambs sagði Ferdinand að háttsemi mannsins hafi verið tilefnislaus og algjörlega óviðunnandi. Yfirlýsingin var lesin upp við réttarhöldin fyrir hönd Ferdinand.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert