„Hann er ekki fótbrotinn“

Erling Haaland og knattspyrnustjóri Manchester City, Pep Guardiola.
Erling Haaland og knattspyrnustjóri Manchester City, Pep Guardiola. AFP/Oli Scarff

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði eftir leik gegn Luton í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar að meiðsli framherjans Erling Haaland ekki vera alvarleg.

Haaland var ekki í hóp vegna meiðsla er meistararnir mættu á heimavöll nýliðanna. Meiðslin voru þó talin smávægileg fyrir leik og staðfesti Guardiola það að leik loknum.

„Haaland er að glíma við álagsmeiðsli, álag á beinunum, bara álag. Hann er ekki fótbrotinn en meiðslin gerðu það að verkum að hann gat ekki verið með í dag.“

Manchester City vann leikinn 2:1 þrátt fyrir að vera án Haaland, sem er markahæsti leikmaður í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, með 14 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert