Vann Liverpool og stal svo fögnuði Klopps

Mikel Arteta að fagna sigrinum.
Mikel Arteta að fagna sigrinum. AFP/Ian Kington

Arsenal vann Liverpool, 3:1, á heimavelli í ensku úrvalsdeild karla í kvöld og fagnaðarlæti Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal eru umtöluð.

Jürgen Klopp var líklegast að koma í síðasta skipti á heimavöll Arsenal sem knattspyrnustjóri Liverpool en hann hefur sagt að hann ætli að hætta eftir tímabilið.

Kveðjugjöf Arteta til hans var að taka fagnið hans og gera það með stuðningsmönnum Arsenal en Klopp hefur notað þetta fagn lengi.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert