„Menn mega haga sér eins og þeir vilja þegar þeir vinna“

Leikmenn Arsenal fagna marki gegn Liverpool.
Leikmenn Arsenal fagna marki gegn Liverpool. AFP/Ian Kington

„Þetta er bara það sem fótboltaumræðan snýst um í dag, hún snýst um eitthvað allt annað en fótbolta,“ sagði Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, í Fyrsta sætinu.

Arsenal hafði betur gegn Liverpool í stórleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates-vellinum í Lundúnum á sunnudaginn og fögnuðu leikmenn Arsenal vel og innilega í leikslok. 

Myndi ekki álasa þeim það

„Menn mega haga sér eins og þeir vilja þegar þeir vinna fótboltaleik og þó þetta væri svona eftir hvern einasta leik hjá þeim þá myndi ég ekki álasa þeim það,“ sagði Viðar.

„Þessum fagnaðarlátum var ekki beint að Liverpool. Þeir voru að vinna leik sem var spenna fyrir alla vikuna og þeir klára leikinn,“ sagði Viðar meðal annars.

„Þetta var risaleikur í toppbaráttunni og menn mega fagna eins og þeir vilja,“ bætti Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, við.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert