Núnez stal töfrunum hans Erlings Haalands

Darwin Núnez vippar boltanum snyrtilega yfir Mark Flekken í marki …
Darwin Núnez vippar boltanum snyrtilega yfir Mark Flekken í marki Brentford. AFP/Adrian Dennis

„Þetta var stöngin út hjá Erling Haaland,“ sagði þáttastjórnandinn Bjarni Helgason í Fyrsta sætinu þegar 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu var gerð upp.

Haaland áti ekki sinn besta dag í fremstu víglínu Manchester City þegar liðið gerði jafntefli við Chelsea í Manchester, 1:1, en hann var ólíkur sjálfum sér og fór illa með nokkur dauðafæri í leiknum. 

Stálu töfrum Íslands fyrir EM

„Björgvin Páll Gústavsson sagði við mig á Evrópumótinu í handbolta að mögulega hefði Austurríki stolið töfrum íslenska liðsins fyrir mótið,“ sagði Bjarni.

„Ég ætla að henda því fram að Darwin Núnez hafi stolið töfrunum hans Erlings Haalands í þessari umferð,“ sagði Bjarni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert