Ten Hag: Sturlað og óréttlátt

Casemiro í leiknum í gær.
Casemiro í leiknum í gær. AFP/Glyn Kirk

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er óhress með meðhöndlun dómara ensku úrvalsdeildarinnar á brasilíska miðjumanninum Casemiro.

Ten Hag fann sig tilneyddan til að skipta Casemiro af velli í hálfleik í 2:1-sigri á Luton Town í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var á gulu spjaldi.

Það fékk Casemiro fyrir afar litlar sakir í fyrri hálfleik en braut skömmu síðar illa af sér. Slapp hann þá við annað gult spjald.

„Meira að segja þegar hann snertir ekki andstæðingana fær hann gult spjald. Þetta gerist oft eftir fyrsta brot hans í leikjum.

Mér finnst þetta sturlað og þetta gula spjald var svo óréttlátt. Hann hefði getað fengið annað spjald og því tók ég hann af velli.

Hann þarf bara að snerta andstæðing og þá fær hann gult spjald,“ sagði óánægður ten Hag við fréttamenn eftir leikinn í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert