Fyrstir til að skora 100 mörk

Virgil van Dijk og Harvey Elliott skoruðu báðir fyrir Liverpool …
Virgil van Dijk og Harvey Elliott skoruðu báðir fyrir Liverpool í kvöld. AFP/Paul Ellis

Liverpool varð í kvöld fyrsta liðið í fimm stærstu deildum Evrópu til að skora eitt hundrað mörk á yfirstandandi keppnistímabili.

Þessum áfanga náði liðið í kvöld þegar það skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik og sigraði Luton 4:1.

Þarna er um að ræða samanlögð mörk í öllum mótum á tímabilinu en Liverpool hefur nú skorað 63 mörk í ensku úrvalsdeildinni, fimm mörkum meira en Manchester City og Arsenal, og 37 mörk í öðrum mótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert