Voru farnir að hugsa um vítaspyrnukeppni

Maurico Pochettino á hliðarlínunni í gær.
Maurico Pochettino á hliðarlínunni í gær. AFP/Adrian Dennis

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkennir að leikmenn sínir hafi verið farnir að huga að vítaspyrnukeppni þegar framlenging stóð yfir í úrslitaleik enska deildabikarsins gegn Liverpool í gær.

Virgil van Dijk skoraði sigurmark Liverpool á 118. mínútu í 1:0-sigri og varð því ekkert af vítaspyrnukeppni.

„Leikmennirnir voru farnir að missa orku. Chilly [Ben Chilwell] var orðinn mjög þreyttur. Við þurftum að taka [Conor] Gallagher af velli eftir fimm mínútur [í framlengingunni].

Liðinu fannst kannski sem vítaspyrnukeppni myndi henta okkur vel. Framlagið var gífurlegt,“ sagði Pochettino á fréttamannafundi eftir leik í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka