Vill ekki refsingar á miðju tímabili

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton.
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton. AFP/Paul Ellis

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton, segir ráð að enska úrvalsdeildin refsi félögum sem brjóta gegn reglum deildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri þegar tímabilið er ekki í gangi.

Fyrr á tímabilinu voru tíu stig dregin af Everton en eftir að félagið áfrýjaði þeim dómi fékk liðið fjögur stig til baka og því voru aðeins sex stig dregin af Everton.

„Það sem ég hef lært af þessu ferli og það sem ég myndi leggja til er að þeir geti ekki dæmt þig á miðju tímabili.

Það hlýtur að vera betra að gera þetta undir lok tímabils og fyrir það næsta. Þá er ekki verið að draga af þér stig þá og þegar heldur yrði það fyrir næsta tímabil.

Þá hefur maður um þrjá mánuði á undirbúningstímabilinu til að gera það sem í valdi manns stendur til þess að vera sem samkeppnishæfastur, þrátt fyrir stigafrádrátt,“ sagði Dyche á fréttamannafundi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert